141. löggjafarþing — 60. fundur,  21. des. 2012.

fæðingar- og foreldraorlof.

496. mál
[21:20]
Horfa

Einar K. Guðfinnsson (S):

Virðulegi forseti. Áðan tókum við afstöðu til þeirrar hugmyndar sem þarna liggur að baki á þeim grundvelli að búið væri að lengja fæðingarorlofið úr níu mánuðum í 12 og skipta því þannig að það væru fimm mánuðir hjá föðurnum, fimm mánuðir hjá móðurinni og tveir til sameiginlegrar nýtingar.

Ég greiddi atkvæði gegn þessu fyrirkomulagi áðan og hlýt að gera það líka núna. Þó að stundum sé eðlilegt að skoða hug sinn hef ég ekki skipt um skoðun á þessum fáu mínútum.