141. löggjafarþing — 61. fundur,  21. des. 2012.

tilkynning um skrifleg svör.

[23:22]
Horfa

Forseti (Ásta R. Jóhannesdóttir):

Borist hafa bréf frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu um frestun á því að skrifleg svör berist við eftirtöldum fyrirspurnum: Á þskj. 538, 539, 540, 541 og 542, um ýmis skatta- og tollamál sem tengjast aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið, frá Jóni Bjarnasyni. Fyrirspurn á þskj. 551, um tekjur ríkissjóðs af sköttum og gjöldum tengdum mengun, frá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. Fyrirspurnum á þskj. 525, 546, 545, 544 og 543, um ýmis mál tengdum Seðlabanka Íslands, frá Margréti Tryggvadóttur. Fyrirspurn á þskj. 530, um skattumhverfi lífdísils og annarra grænna orkugjafa, frá Sigurði Inga Jóhannssyni og fyrirspurn á þskj. 429, um verð og álagningu á efni til raforkuflutnings, frá Jóni Bjarnasyni. Fer ráðuneytið þess á leit að fá frest þar sem ekki næst að afla nauðsynlegra upplýsinga innan 15 virkra daga.