141. löggjafarþing — 61. fundur,  21. des. 2012.

sala á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum.

151. mál
[23:55]
Horfa

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Mig langar rétt til þess að spyrja hv. þingmann hvort ég hafi heyrt rétt að hann segði að ef selja ætti hlut ríkisins í bönkunum ætti ekki að hámarka virði eignarinnar heldur ættum við að reyna að selja þá á sem lægstu verði, vegna þess að það væru gjaldeyrishöft og við þyrftum þá að láta gjaldeyri úr landi. Er það virkilega svo að skoðun þingmannsins sé sú að selja hlut bankanna á lágu verði vegna þeirra aðstæðna sem eru nú í landinu? Er það ekki skylda okkar að hámarka eignir og virði eigna ef við ætlum að selja?