141. löggjafarþing — 61. fundur,  22. des. 2012.

rannsóknarnefndir.

416. mál
[00:35]
Horfa

Birgir Ármannsson (S):

Hæstv. forseti. Eins og fram hefur komið í umræðum um þetta mál áður hef ég haft efasemdir um ákvæðið í þeirri grein frumvarpsins sem lýtur að skaðleysi nefndarmanna. Það er ljóst að farnar eru mismunandi leiðir í þessum efnum í löndunum í kringum okkur og persónulega hef ég ekki sannfæringu fyrir því að rétt sé að hafa skaðleysið jafnvíðtækt og altækt og um er að ræða í frumvarpinu.

Nú er þess að geta að sú breyting sem átt hefur sér stað á málinu í meðförum nefndarinnar er til bóta. Ákvæðið er gert skýrara, það nær til færri einstaklinga og afmarkaðri skýrslna af þeirra hálfu þannig að breytingin er að sönnu til bóta. Ég hef hins vegar þessar efasemdir enn þá og mun því ekki geta greitt atkvæði með frumvarpinu heldur sitja hjá.