141. löggjafarþing — 61. fundur,  22. des. 2012.

ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 55/2012 um breytingu á XII. viðauka við EES-samninginn.

98. mál
[01:05]
Horfa

Frsm. utanrmn. (Árni Þór Sigurðsson) (Vg):

Frú forseti. [Hlátur í þingsal.] Á þskj. 702 er nefndarálit frá utanríkismálanefnd um þá tillögu sem hæstv. forseti gat um. Markmið þessarar tilskipunar er hvorki meira né minna en að draga úr greiðsludrætti í verslunarviðskiptum til að tryggja eðlilega starfsemi innri markaðarins og auka samkeppnishæfni fyrirtækja, einkum lítilla og meðalstórra.

Framsögumaður nefndarinnar í þessu máli var hv. þm. Árni Páll Árnason, en hann ásamt þingmönnunum Bjarna Benediktssyni og Jóni Bjarnasyni var fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Undir nefndarálitið skrifa Árni Þór Sigurðsson, Ásmundur Einar Daðason, Gunnar Bragi Sveinsson, Helgi Hjörvar, Mörður Árnason og Ragnheiður E. Árnadóttir.

Er tillaga nefndarinnar að þessi tillaga verði samþykkt.