141. löggjafarþing — 61. fundur,  22. des. 2012.

ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 149/2012 um breytingu á XVIII. viðauka við EES-samninginn.

99. mál
[01:07]
Horfa

Frsm. utanrmn. (Árni Þór Sigurðsson) (Vg):

Frú forseti. Nefndarálit frá utanríkismálanefnd um umrædda þingsályktunartillögu er á þskj. 703.

Markmið þeirrar tilskipunar sem hér um ræðir er setning ramma um kjör og réttindi starfsmanna starfsmannaleigna um leið og tekið er tillit til þess að fyrirtæki þurfi ákveðinn sveigjanleika við ráðningu starfsfólks. Áhersla er lögð á að ráðningarkjör starfsmanna starfsmannaleigna skuli ekki vera lakari en þeirra starfsmanna sem ráðnir hafa verið beint til hlutaðeigandi notendafyrirtækja.

Utanríkismálanefnd leggur til að þessi tillaga verði samþykkt.

Hv. þm. Árni Páll Árnason var framsögumaður nefndarinnar, en hann ásamt þingmönnunum Bjarna Benediktssyni, Helga Hjörvar og Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni var fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Undir nefndarálitið rita Árni Þór Sigurðsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Jón Bjarnason, Mörður Árnason og Ragnheiður E. Árnadóttir.