141. löggjafarþing — 61. fundur,  22. des. 2012.

ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 167/2012 um breytingu á IX. viðauka við EES-samninginn.

279. mál
[01:11]
Horfa

Frsm. utanrmn. (Gunnar Bragi Sveinsson) (F):

Virðulegi forseti. Nefndarálit þetta er á þskj. 705.

Markmið þessarar tilskipunar er að einfalda kröfur vegna almenns útboðs eða töku verðbréfa til viðskipta á skipulegum verðbréfamarkaði sem taldar hafa verið óþarflega íþyngjandi fyrir smærri og meðalstór fyrirtæki.

Nefndin leggur til að tillagan verði samþykkt. Fjarverandi voru Árni Páll Árnason, Bjarni Benediktsson og Jón Bjarnason.

Undir þetta skrifa Gunnar Bragi Sveinsson, Árni Þór Sigurðsson, Ásmundur Einar Daðason, Helgi Hjörvar, Mörður Árnason og Ragnheiður E. Árnadóttir.