141. löggjafarþing — 62. fundur,  22. des. 2012.

loftslagsmál.

381. mál
[03:00]
Horfa

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Ég kem hér upp til að lýsa sama fyrirvara og ég hef alltaf gert þegar þetta mál er hér til umræðu og umfjöllunar, en við margir umhvefisverndarsinnar höfum alvarlegar efasemdir um þetta kerfi sem slíkt og um gildi þess og það sem kalla má markaðsvæðingu og kvótakerfi andrúmsloftsins. En staðreyndin er sú að við erum í þessu kerfi og það er löngu ákveðið og það er því okkar ábyrgð að gæta íslenskra hagsmuna innan þessa kerfis. Þess vegna segi ég já nú sem endranær.