141. löggjafarþing — 63. fundur,  14. jan. 2013.

vernd og orkunýting landsvæða.

89. mál
[10:48]
Horfa

Þór Saari (Hr) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Við greiðum atkvæði í dag um stórt og mikilvægt mál. Ég hefði kosið að sjá málið öðruvísi. Persónulegar skoðanir mínar á virkjunarkostum eru aðrar en þær sem eru í rammaáætlun. Engu að síður er hér stigið mjög mikilvægt skref og þó að við í Hreyfingunni styðjum ef til vill eitthvað af þeim breytingartillögum sem fram eru komnar munum við styðja rammaáætlun í heild þegar upp verður staðið vegna þess að rammaáætlun sem slík er gríðarlega mikilvægt skref inn í framtíðina.

Við þurfum í framhaldinu að spyrja okkur þessarar grundvallarspurningar: Hvað viljum við skilja eftir af náttúruverðmætum fyrir komandi kynslóðir? Hversu mikið leyfi höfum við til þ að eyðileggja náttúruperlur framtíðarinnar? Við þurfum líka að spyrja okkur: Til hvers á að virkja yfir höfuð?