141. löggjafarþing — 63. fundur,  14. jan. 2013.

vernd og orkunýting landsvæða.

89. mál
[10:58]
Horfa

Árni Johnsen (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Verkefnisstjórn um rammaáætlun skilaði góðri vinnu eftir 13 ára starf. Hún skilaði tillögum sem voru vel ígrundaðar og skynsamlegar. Síðan fóru þær tillögur í naglasúpu ríkisstjórnarinnar og nú er ausið úr pottinum og ræður því tilviljun ein hvað er í hverri ausu. Það eru ekki góð vinnubrögð.

Ef menn þurfa að fara í hjartaaðgerð vilja þeir hjartasérfræðinginn en ekki ritara hans þó að hann kunni að vera snjall að mörgu leyti. Það er því miður þannig með þessa tillögu að henni er tjaldað til einnar nætur. Það verður að gera bragarbót á henni við fyrsta tækifæri og gera hana af viti þannig að þar ráði ekki ferðinni geðþóttaákvarðanir ákveðinna þröngra klúbba innan Alþingis og í tengslum við ákveðna stjórnmálaflokka ríkisstjórnarinnar. Um þjóðarhagsmuni er að ræða og mikilvægt er að (Forseti hringir.) þannig sé staðið að því, virðulegi forseti.