141. löggjafarþing — 63. fundur,  14. jan. 2013.

vernd og orkunýting landsvæða.

89. mál
[11:05]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Á þessu sundraða Alþingi er full ástæða til þess að fagna því þegar jafnvíðtæk sátt tekst og er að gerast í dag. Hér er víðtæk sátt um alla þá 20 kosti sem vernda á. Hér er víðtæk sátt um alla þá 16 kosti sem samþykkt er að nýta. Sá pínulitli ágreiningur sem hér er reynt að gera mikið úr snýst um nokkra kosti sem eiga að bíða um sinn. Eðli málsins samkvæmt eru margir kostir í biðflokki sem ýmist standa sterk rök til að nýta síðar eða til að vernda.

Ég hvet stjórnarandstöðuna til að láta ekki stutta bið í þeim fáu álitaefnum skemma fyrir sér góða skapið á þessum fallega degi, heldur gleðjast yfir þeim mikilvæga áfanga í náttúruvernd og orkunýtingu sem hér næst í dag.