141. löggjafarþing — 63. fundur,  14. jan. 2013.

vernd og orkunýting landsvæða.

89. mál
[11:28]
Horfa

Jón Bjarnason (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Næst á dagskrá eru tillögur frá mér um að jökulárnar í Skagafirði og Skjálfandafljót fari í verndarflokk. Eins og þingmenn vita hef ég barist fyrir verndun jökulánna í Skagafirði og Skjálfandafljóts og tel reyndar að jökulár séu svo snar þáttur í endurnýjun lífríkis við strendur Íslands og einnig til landsins að þær eigi að vernda.

Í þeirri tillögu sem hér liggur fyrir í rammaáætlun er gert ráð fyrir að þessi vatnsföll fari í biðflokk. Sumum finnst það varnarsigur fyrir okkur sem viljum berjast fyrir friðun og verndun jökulánna, en þeirri baráttu ekki lokið þótt samþykkt verði hér að setja þessi svæði í biðflokk.

Frú forseti. Ég kalla aftur tillögur mínar frá atkvæðagreiðslu en heiti því að berjast áfram fyrir friðun og verndun jökulánna í Skagafirði og Skjálfandafljóts, allra jökuláa á Íslandi. (GBS: Í heiminum.)