141. löggjafarþing — 63. fundur,  14. jan. 2013.

vernd og orkunýting landsvæða.

89. mál
[11:31]
Horfa

Mörður Árnason (Sf):

Forseti. Hér koma í beit tillögur frá hv. þm. Jóni Gunnarssyni og fleiri þingmönnum um virkjunarkosti í Þjórsá. Það liggja gildar ástæður fyrir því að þessir kostir fara í biðflokk og um Urriðafoss náðist reyndar að mínu viti sú niðurstaða í umræðunum í þingsal að allflestir þingmenn sáu ljósið, vildu setja Urriðafoss í bið, ef ekki hreinlega í vernd. Hv. þm. Jón Gunnarsson hefur ekki numið þann vilja þingsins og sjálfsagt að hann komi fram í atkvæðagreiðslu.

Við megum ekki eyðileggja laxastofninn í ánni og við eigum að varðveita öflugasta foss landsins. Ég segi nei.