141. löggjafarþing — 63. fundur,  14. jan. 2013.

vernd og orkunýting landsvæða.

89. mál
[11:50]
Horfa

Mörður Árnason (Sf):

Forseti. Hér hefst atkvæðagreiðsla um tillögur hv. þm. Jóns Gunnarssonar og fleiri um Skrokköldu og Hágöngur. Þær eru í biðflokki í tillögunni vegna nálægðarinnar við Vatnajökulsþjóðgarð sem er sennilega eitthvert merkilegasta frumkvæði sem tekið hefur verið hér á landi um að sameina atvinnusköpun og náttúruvernd. Það er algjörlega eðlileg ráðstöfun að þau tengsl séu athuguð betur áður en ákvörðun verður tekin um virkjun á þessum stað á hálendi Íslands.

Ég segi nei við tillögum hv. þm. Jóns Gunnarssonar og fleiri um þessa kosti.