141. löggjafarþing — 64. fundur,  14. jan. 2013.

málstefna í sveitarfélögum.

74. mál
[15:45]
Horfa

innanríkisráðherra (Ögmundur Jónasson) (Vg):

Hæstv. forseti. Ég mun taka þessar ábendingar hv. þingmanns til athugunar. Ég tek undir það með hv. þingmanni að ég hefði kosið að fá viðbrögð frá fleiri sveitarfélögum en ég er ekki úrkula vonar um að þau berist.

Reyndar er ég ekki sammála hv. þingmanni um að ekkert jákvætt svar hafi borist vegna þess að þarna kemur fram að framkvæmdastjórum í ýmsum sveitarfélögum hefur verið falið að vinna að framkvæmd þessarar stefnu. En það er rétt hjá hv. þingmanni, það er lagaskylda og sveitarfélögunum ber að fara að lögum og okkur sem höfum eftirlit með því að svo verði gert ber skylda til þess að standa þá vakt.