141. löggjafarþing — 66. fundur,  16. jan. 2013.

skiptaverðmæti og greiðslumiðlun innan sjávarútvegsins.

417. mál
[16:16]
Horfa

Eygló Harðardóttir (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er þá rétt skilið hjá mér að það liggur fyrir álit lögfræðinga um að þetta ætti að samrýmast 74. gr. stjórnarskrárinnar.

Síðan spurning tvö í framhaldi af svari hæstv. ráðherra: Hefur ráðherrann í hyggju að leggja fram það mál hér á þingi fyrir kosningar sem tekur á þessum ágreiningi eða skýrir verðmyndunina á markaði á þeim afla sem er landað í vinnslu sem ekki er eigin vinnsla?