141. löggjafarþing — 67. fundur,  17. jan. 2013.

orð forsætisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnatíma.

[11:10]
Horfa

utanríkisráðherra (Össur Skarphéðinsson) (Sf):

Frú forseti. Ef það mætti greiða fyrir þingstörfum þá er rétt að upplýsa að þingviljinn í þessu máli hefur þegar komið fram. Nákvæmlega sams konar tillaga var lögð fyrir þingið, fór til atkvæða sem breytingartillaga á sínum tíma í júní (Gripið fram í.) og var felld með 34:25 atkvæðum. Svo einfalt er það nú. Ég er viss um að það mundi líka greiða fyrir þingstörfum að upplýsa hv. þingmenn um að hæstv. forsætisráðherra var þá á sínum tíma að svara spurningu sem var þess eðlis hvað hefði gerst ef slík tillaga hefði verið samþykkt hér. Það liggur fyrir að hún hefði ekki verið samþykkt með öðru móti en því að það hefði þá orðið brestur gagnvart stjórnarsáttmálanum. Það varð ekki. Málið komst aldrei á það stig. Þvert á móti varð niðurstaðan ákaflega heppileg og farsæl fyrir þetta ferli, gerir það að líkindum miklu betra fyrir komandi ríkisstjórn að geta haldið því áfram eða tekið sínar ákvarðanir. Þetta er einfaldleiki málsins.