141. löggjafarþing — 67. fundur,  17. jan. 2013.

orð forsætisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnatíma.

[11:16]
Horfa

Jón Bjarnason (Vg):

Frú forseti. Ég vil benda hæstv. forseta á að það er mikið alvörumál þegar ríkisstjórn tekur einhliða ákvörðun um að breyta vegferð ákveðins máls sem Alþingi hefur samþykkt og sett mjög skýrar skorður um hvernig halda skuli á. Þingið ítrekaði í greinargerð sinni að samningsumboð ríkisstjórnarinnar sé skilyrt.

Ríkisstjórnin ákveður síðan einhliða að breyta ferli málsins án þess að koma með það inn á þing og hótar stjórnarslitum ef Alþingi fær að koma að því, máli sem Alþingi hefur sent ríkisstjórninni til að annast og framkvæma á tiltekinn hátt. (JónG: Einveldistilburðir.) Ríkisstjórnin verður, þrátt fyrir taugatitring, þrátt fyrir hnébeygjur og þrátt fyrir heimiliskattaþvott, samt að hlíta vilja Alþingis. (Forseti hringir.) Þetta mál á að koma aftur til Alþingis ef breyta á ferli þess. Ég vil reyndar að Alþingi samþykki að umsóknin verði afturkölluð, en þá (Forseti hringir.) kemur Alþingi líka að málinu.

(Forseti (ÁRJ): Forseti minnir enn á ræðutímann sem er ein mínúta og biður þingmenn um að virða hann.)