141. löggjafarþing — 67. fundur,  17. jan. 2013.

orð forsætisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnatíma.

[11:30]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Í fjölda ára hef ég starfað í ýmsum nefndum þingsins og kynnst ýmsum vinnubrögðum. Í morgun tók ég þátt í starfi allsherjar- og menntamálanefndar og þar var til umræðu álit um stjórnarskrá, nefndarálit upp á 36 síður. Formaður nefndarinnar gaf af vinsemd sinni tíma til að við mættum lesa nefndarálitið yfir, gaf korter, það urðu reyndar 20 mínútur eða svo. Þá á allt í einu að taka málið út, allt í einu kom fulltrúi Samfylkingarinnar inn á fundinn og málið var tekið út. Svo var sest niður og farið að ræða efnislega um breytingarnar og nefndarálitið.

Ég hef aldrei nokkurn tíma kynnst svona löguðu, aldrei. Ég ætla að vona að ég kynnist því ekki aftur. Ég vil biðja hæstv. forseta að kanna hvort það sé rétt sem ég er að segja frá.