141. löggjafarþing — 67. fundur,  17. jan. 2013.

skýrsla Ríkisendurskoðunar um endurskoðun ríkisreiknings 2010.

505. mál
[16:33]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég vissi ekki til þess búið væri að færa skuldbindingu B-deildarinnar í ríkisreikning. Það er þá nýtt og hlýtur að koma fram þegar skuldbindingar ríkissjóðs eru færðar upp að fullu. Ég man ekki til þess að það hafi verið gert því að það árið hefði átt að koma gífurlegur halli á ríkissjóð þegar menn tóku á þessum vanda, þannig að það er áhugavert.

A-deildin situr eftir með 57 milljarða, vaxandi. Hún vex um 10 milljarða á ári og er sem sagt að vaxa núna meðan ég tala svo ég ætla ekki að tala lengur.