141. löggjafarþing — 68. fundur,  22. jan. 2013.

skyldutrygging lífeyrisréttinda.

469. mál
[14:29]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Risafyrirtæki eins og Microsoft og fleiri eru komin með ársreikninga sem eru miklu, miklu flóknari en ársreikningar ríkissjóðs. Menn mega ekki gefast upp fyrir fram fyrir verkefninu.

Varðandi það að bætur séu undir fjármálaráðherra þá fékk ég ekki skoðun hæstv. ráðherra, kannski hefur hún enga skoðun á því, þá er það bara þannig. Ljóst er að 2. gr. tekur á mjög stórum vanda sem er verið að reyna að leysa núna, en örorkumatið, 75% matið, gerir það að verkum að endurhæfing er mjög erfið í kerfinu. Ef einhver endurhæfist niður í 74% fær hann mjög lítið sem ekki neitt og það er eiginlega enginn hvati í kerfinu og eiginlega öndverður hvati við það að endurhæfast út af þeirri reglu. 2. gr. reynir að ná til þessa. En mér finnst að það ætti að heyra undir velferðarráðherra en ekki hæstv. fjármálaráðherra.