141. löggjafarþing — 68. fundur,  22. jan. 2013.

sveitarstjórnarlög.

449. mál
[15:41]
Horfa

Ólafur Þór Gunnarsson (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir framsöguna og fagna því að málið sé lagt fram. Ég held að þetta sé afar mikilvæg tilraun og byrjun á því að nota rafrænt lýðræði og rafrænar kosningar í meira mæli en er nú þegar.

Mig langar að spyrja hæstv. ráðherra að því hvort í þessu skrefi sé fyrst og fremst hugsað um rafræna kosningu á kjörstað eða hvort hugsað sé um rafræna kosningu með þeim hætti að menn gætu t.d. með rafrænum skilríkjum greitt atkvæði á öðrum stöðum en kjörstað, til að mynda við sínar eigin tölvur eða á einhverjum tilteknum öðrum opinberum stöðum sem væntanlega þá yrði ákveðið í reglugerð eða öðrum umbúnaði um málið.