141. löggjafarþing — 68. fundur,  22. jan. 2013.

sveitarstjórnarlög.

449. mál
[15:52]
Horfa

Logi Einarsson (Sf) (andsvar):

Hæstv. forseti. Já, ég er auðvitað sammála að betra er að stíga lítil skref en engin. Ég ætla ekki að virka neitt ósanngjarn í því og fagna þessu auðvitað, en ég þekki það bara af sjálfum mér að það er ótrúlega margt sem hefur orðið mér til auðnu sem ég hefði aldrei gert ef mér hefði ekki verið ýtt út í það. Ég jafnvel hræddur um að lítil og dreifð sveitarfélög, þar sem þetta er ekki hvað síst hagsmunamál út frá aðgengi kjósenda að kjörborði, komi kannski hugsanlega til að veigra sér við að stíga þetta skref. Þá er það bara að hvetja þau til þess. En ég fagna þessu auðvitað.