141. löggjafarþing — 70. fundur,  24. jan. 2013.

framhald stjórnarskrármálsins.

[10:49]
Horfa

Birgir Ármannsson (S):

Hæstv. forseti. Ég þakka hæstv. forsætisráðherra fyrir svörin. Hér var auðvitað spurt að gefnu tilefni vegna yfirlýsinga hæstv. forsætisráðherra og fleiri úr stjórnarliðinu í haust um að stefnt yrði að því að efna til ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrárfrumvarp samhliða kosningum í vor.

Eins og hæstv. forsætisráðherra bendir á er til staðar í landinu löggjöf sem kveður á um þriggja mánaða frest í því sambandi sem er þá farinn að verða nokkuð knýjandi.

Ég þakka hæstv. forsætisráðherra fyrir þetta skýra svar. Áform stjórnarflokkanna, ekki síst Samfylkingarinnar, í þessu máli skipta auðvitað máli fyrir okkur þegar við fjöllum um þessi mál í þinginu. Síðan getum við haft mismunandi skoðanir á því hvernig vinnan á sér stað í þeirri nefnd (Forseti hringir.) sem um málið fjallar og hvaða líkur eru á samkomulagi.