141. löggjafarþing — 70. fundur,  24. jan. 2013.

kosningar til sveitarstjórna.

537. mál
[12:13]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hæstv. innanríkisráðherra fyrir ágæta ræðu og ágæta yfirferð yfir mjög athyglisvert mál sem tengist öðru máli sem eru breytingar á stjórnarskrá. Þar er mikið rætt um persónukjör og spurningin er sú, eins og hæstv. ráðherra sagði, hvort það þurfi að breyta frumvarpi til stjórnarskipunarlaga til þess að nálgast það markmið sem hann talaði um, þ.e. að þetta gæti átt líka við um alþingiskosningar.

Í 2. gr. stendur: „Stjórnmálasamtök og önnur framboð …“ Samkvæmt minni íslensku heita þetta flokkar, flokkar sem bjóða fram, sem standa að framboðslista. Síðan hvenær eru stjórnmálasamtök, þeir sem bjóða fram, hætt að vera flokkur?

Aðalspurningin er þó hvort þetta gæti verið hluti af breytingu á stjórnarskrá.