141. löggjafarþing — 70. fundur,  24. jan. 2013.

stimpilgjald.

294. mál
[13:50]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Herra forseti. Að sjálfsögðu eru flokkar alltaf háðir þeim tíma sem þeir lifa á og eins hv. þingmenn þannig að menn taka afstöðu til mála á grundvelli þess tíma sem þau eru lögð fram. Nú eru erfiðleikar hjá ríkissjóði og hart í ári en það má færa rök fyrir því að afnám stimpilgjalda muni auka umsvif á þessu sviði og jafnvel auka umsvif á byggingarmarkaði sem gefur ríkissjóði svo aftur tekjur í gegnum vörugjöld, tolla, tekjur iðnaðarmanna og annað slíkt. Þegar upp er staðið kynni að vera að þær tekjur, aukin umsvif vegna lækkunar eða þessa afnám hemils — þetta er hemill á viðskipti með fasteignir — kunni að greiða það tap sem ríkissjóður verður fyrir út af þessari breytingu.