141. löggjafarþing — 74. fundur,  29. jan. 2013.

útlendingar.

541. mál
[14:35]
Horfa

innanríkisráðherra (Ögmundur Jónasson) (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Þróunin í komu hælisleitenda hingað til lands er mjög sveiflukennd. Hælisleitendur á Íslandi, eins og það heitir samkvæmt núverandi lögum, voru margir í fyrra en fjöldinn var enn meiri árið 2007, svo að dæmi sé nefnt. Þetta fer því upp og niður. Ég hygg að þröskuldar hafi hvorki hækkað né lækkað nema samkvæmt hlutarins eðli ef hælisleitendum fjölgar mikið hækka þröskuldarnir að því leyti að vinnuálagið, álagið á þá sem sinna úrlausn þessara mála, verður svo mikið að það kann að hægja á öllu ferlinu. Við höfum reynt að bæta þar úr með því að fjölga starfsmönnum Útlendingastofnunar og greiða þannig götuna, en við erum að kanna með hvaða hætti við getum gert leiðirnar innan stjórnsýslunnar enn greiðfærari.