141. löggjafarþing — 74. fundur,  29. jan. 2013.

útlendingar.

541. mál
[14:45]
Horfa

innanríkisráðherra (Ögmundur Jónasson) (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég ætla ekki að reyna að gerast mjög nákvæmur lögskýrandi. Það er eðlilegt að þetta verði skoðað í nefnd. Eftir því sem ég skil málið eru börn börn til 18 ára aldurs og hafi barn sent inn umsókn fyrir þann aldur er hún tekin til greina jafnvel þótt það hafi náð 18 ára aldri ef tafir hafa orðið á meðferð umsóknarinnar, eins og ég gat um áðan, þá er barnið látið njóta þess.