141. löggjafarþing — 74. fundur,  29. jan. 2013.

skráð trúfélög.

132. mál
[15:32]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (Hr):

Forseti. Ég kem hingað upp fyrst og fremst til að taka undir það sem hv. þm. Mörður Árnason kom inn á. Ég hefði svo gjarnan viljað að við hefðum tekið það skref að afnema sjálfvirka skráningu barna inn í trúfélög. Þetta er aðeins skárra en það var, en ég ákvað að vera með út af því að mikil framfaraskref eru í þessu frá þeim veruleika sem við búum við í dag. Mig langar til að skora á þá þingmenn sem hafa tjáð sig um að þeir mundu vilja hafa þetta öðruvísi að leggja fram frumvarp þar sem við leggjum til þær breytingar. Ég ætla ekki að tjá mig meira um málið að sinni.