141. löggjafarþing — 75. fundur,  30. jan. 2013.

skráð trúfélög.

132. mál
[15:51]
Horfa

Margrét Pétursdóttir (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Innanríkisráðuneytið og Vinstri hreyfingin – grænt framboð hófu þessa vegferð. Síðan tók Guðfríður Lilja Grétarsdóttir við málinu og var framsögumaður þess. Þau eiga öll þakkir skildar því að þetta mál er gífurlega mikilvægt og verður mikil réttarbót þegar það verður komið á, aðallega hvað varðar jafnréttisgrundvöll milli trúfélaga og lífsskoðunarfélaga.

Ég tek þó undir þau orð að þingið þurfi að huga að því að það þurfi að ganga skrefinu lengra þar að lútandi að börn verði ekki sjálfkrafa skráð í trúfélög.

Þessi áfangi er samt afar mikilvægur og því segi ég já.