141. löggjafarþing — 75. fundur,  30. jan. 2013.

samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins.

155. mál
[15:58]
Horfa

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (S) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Ég vil byrja á að þakka bæði flutningsmönnum og formanni allsherjar- og menntamálanefndar fyrir að hafa ýtt þessu máli áfram. Það er gríðarlega mikilvægt fyrir réttindi allra barna í samfélaginu og ef við horfum á framkvæmdaáætlun fatlaðra ýtir það undir og styrkir réttindi fatlaðra barna.

Ég tel þetta brýnt mál og segi því já við því á eftir.