141. löggjafarþing — 75. fundur,  30. jan. 2013.

dómstólar o.fl.

12. mál
[16:06]
Horfa

innanríkisráðherra (Ögmundur Jónasson) (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Ég tel að hér sé um mjög mikilvæga réttarbót að ræða. Málið á sér nokkuð langan aðdraganda í baráttusögunni, ef svo má að orði komast. Þingmenn með Álfheiði Ingadóttur í broddi fylkingar hafa beitt sér fyrir þessum breytingum í langan tíma. Frumvarpið var síðan unnið í samvinnu við innanríkisráðuneytið sem lagði fram grunnvinnuna að breytingunum. Ég ítreka að um mikilvægt framfaraskref er að ræða sem ég styð heils hugar.