141. löggjafarþing — 75. fundur,  30. jan. 2013.

fundarboð í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd.

[16:20]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F):

Virðulegi forseti. Mér þótti þetta frammíkall áhugavert. Icesave-málið verður náttúrlega aldrei talið þjóðþrifamál.

Mig langar að benda á það að í fundarboði nefndarinnar kemur fram að ræða eigi mál nr. 415, stjórnarskipunarlög, 39. gr. alþingiskosningar. Hér er búið að viðurkenna að málið þarfnist skýringar við, að það sé ekki tilbúið og mér finnst mjög sérstakt að við séum byrjuð að ræða þetta stóra mál þegar þannig er. Við hljótum að gera athugasemdir við það. Ég vil ítreka það sem ég sagði áðan að það er óeðlilegt að fjalla um þennan lið með þessum hætti þegar menn hafa verið að skila hér inn álitum og slíkt. Það er eðlilegra að málið annaðhvort frestist eða þessi liður sé tekinn af dagskránni og ræddur á milli 2. og 3. umr. Það er bara einfaldlega þannig, það hljóta að vera hin eðlilegu vinnubrögð.