141. löggjafarþing — 75. fundur,  30. jan. 2013.

stjórnarskipunarlög.

415. mál
[17:29]
Horfa

Frsm. meiri hluta stjórnsk.- og eftirln. (Valgerður Bjarnadóttir) (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Vissulega mundi ég kjósa að í flestum tilfellum yrði starfað á grundvelli tveggja stoða kerfisins. Hv. þingmaður veit hins vegar jafn vel og ég að upp koma atvik þar sem ekki næst samkomulag um það, það er bara mjög einfalt. Þar höfum við verið að leika okkur á gráu svæði við stjórnarskrána. Nú er það sett í hendur þingmanna að 2/3 geta, það er mikið, þeir geta þá leikið sér á þessu gráa svæði ef þeir svo kjósa eða ef 2/3 nást ekki þá fer það fyrir þjóðina.