141. löggjafarþing — 76. fundur,  31. jan. 2013.

lengd þingfundar.

[10:31]
Horfa

Forseti (Ásta R. Jóhannesdóttir):

Eins og kom fram í máli forseta í gær og einnig bréflega til þingmanna hafði forseti gert ráð fyrir því að fundur gæti staðið lengur í dag en venjulega, eitthvað fram á kvöld en þó ekki lengur en til miðnættis. Forseti ber því upp eftirfarandi spurningu:

Þrátt fyrir ákvæði 4. mgr. 10. gr. þingskapa, um lengd þingfunda, er það tillaga forseta að þingfundur geti staðið lengur í dag en hvað þingsköp kveða á um. Er óskað eftir atkvæðagreiðslu um þá tillögu forseta? — Svo er ekki. Þá skoðast hún samþykkt.