141. löggjafarþing — 76. fundur,  31. jan. 2013.

tilraunir flóttamanna til að komast í skip.

[10:49]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F):

Virðulegi forseti. Staðreyndin er samt sú að bandaríska strandgæslan hótar að krefjast hækkunar vástigs í íslenskum höfnum og að lokað verði fyrir Ameríkusiglingar skipafélaganna frá landinu.

Ég spyr vegna þess að ráðherrann fjallar hér um mannréttindi: Eru það ekki mannréttindi að fá að reka fyrirtæki á Íslandi í eðlilegri samkeppni við alþjóðasamfélagið í þessum atvinnugeira? Hver nýtur mannréttinda þegar svona vandamál kemur upp og alþjóðasamfélagið ætlar raunverulega að loka á heila þjóð vegna þess að stjórnvöld í viðkomandi ríki bregðast ekki við vandanum?

Hér fjallar ráðherrann um að það sé verið að endurskoða löggjöf um þessi málefni. Ég minni á að málið kom til 1. umr. í þinginu, þ.e. málefni útlendinga, í þessari viku og lítil von er til þess að það frumvarp verði að lögum á þeim fáu dögum sem eftir eru. (Forseti hringir.) Það verður að grípa til aðgerða strax í þessu máli til að tryggja viðskiptahagsmuni Íslendinga.