141. löggjafarþing — 76. fundur,  31. jan. 2013.

niðurstaða EFTA-dómstólsins og afstaða innanríkisráðherra.

[11:03]
Horfa

innanríkisráðherra (Ögmundur Jónasson) (Vg):

Hæstv. forseti. Svarið er játandi. Sú krafa var reist að allir ráðherrar í ríkisstjórninni yrðu að vera samstiga í þessu máli, ella mundi ríkisstjórnin fara frá. Ég vildi hvorki beygja mig undir það né sprengja ríkisstjórnina eða verða þess valdandi að hún færi frá. Ég vildi halda stjórnarsamstarfinu áfram en ég vildi ekki samþykkja Icesave-samninginn og af þeim ástæðum varð niðurstaðan sú að ég sagði af mér ráðherraembætti.