141. löggjafarþing — 76. fundur,  31. jan. 2013.

stjórnarskipunarlög.

415. mál
[15:30]
Horfa

Logi Einarsson (Sf) (andsvar):

Hæstv. forseti. Nei, því miður held ég að við séum nefnilega enginn þverskurður þjóðarinnar, þeir sem sitja hér inni. Ég held að þetta sé því miður býsna einsleitur hópur. (Gripið fram í: Þetta er rangt.) Og það er kannski vegna þess að ekki eru nógu opnar heimildir í stjórnarskrá og kosningalögum fyrir persónukjör. Ég mundi jafnvel vilja ganga svo langt að láta draga einn þriðja úr þjóðskrá. Ég held að það mundi ekki versna neitt við það.