141. löggjafarþing — 77. fundur,  11. feb. 2013.

mannabreytingar í nefndum.

[15:02]
Horfa

Forseti (Ásta R. Jóhannesdóttir):

Formenn þingflokka stjórnarflokkanna, Samfylkingarinnar og Vinstri grænna, hafa afhent forseta ósk um breytingar á skipan fulltrúa þingflokkanna í velferðarnefnd. Hér er um að ræða tilfærslur á milli þingflokkanna á sætum í nefndinni.

Málið var rætt á fundi með formönnum þingflokka í morgun, þ.e. með þeim sem stóðu að samhljóða tillögum um skiptingu sæta í fastanefndum á síðasta þingi svo og um trúnaðarstöður í nefndum.

Engar athugasemdir voru gerðar og með vísan til 14. gr. þingskapa svo og 16. gr. lítur forseti svo á að eftirfarandi tillaga um nefndarmenn í velferðarnefnd af hálfu þessara þingflokka teljist samþykkt.

Tillögurnar frá þingflokki Vinstri grænna eru þær að Þráinn Bertelsson aðalmaður og Álfheiður Ingadóttir varamaður fari úr velferðarnefnd og frá þingflokki Samfylkingarinnar að Oddný Harðardóttir verði aðalmaður og Lúðvík Geirsson varamaður í velferðarnefnd.