141. löggjafarþing — 77. fundur,  11. feb. 2013.

samskipti við FBI.

[15:43]
Horfa

utanríkisráðherra (Össur Skarphéðinsson) (Sf):

Frú forseti. Það er ekki eins og FBI sé einhvers konar samkoma kórdrengja. Ég vísa hv. þingmanni á að lesa bók sem kom út í febrúar í fyrra eftir Tim Weiner Pulitzer-verðlaunahafa; hún heitir Enemies: A History of the FBI. Ég held ég hafi meira að segja lánað einum hv. þingmanni þá bók eftir að ég las hana. Það er ekki fögur saga. (Gripið fram í.) Það skiptir þó ekki máli hér. Það sem skiptir máli er að hingað (Gripið fram í.) vaða ekki erlend lögreglulið til að yfirheyra íslenska borgara án þess að hafa þar til bær leyfi samkvæmt lögum og alþjóðlegum samningum frá íslenskum yfirvöldum. Það er mergurinn málsins. (ÞKG: En þeir fengu leyfi.)