141. löggjafarþing — 77. fundur,  11. feb. 2013.

dagskrá næsta fundar.

[17:08]
Horfa

Árni Páll Árnason (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég held að ekki þurfi að hafa áhyggjur af því að hér sé verið að efna til langvinnrar umræðu um fiskveiðistjórn og menn mega ekki nálgast dagskrá þingsins út frá þeirri væntingu að öll mál verði töluð til dauðs. Við ætlum einfaldlega að sjá til þess að þetta frumvarp fái 1. umr. Eins og hæstv. atvinnuvegaráðherra rakti áðan er málið þinginu afar vel kunnugt og ætti ekki að þurfa mjög langa 1. umr. um það. Síðan er hægt að halda áfram og takast á við önnur þau mál sem hér bíða afgreiðslu. En við getum ekki nálgast þingstörfin út frá þeirri væntingu að öll mál endi í málþófi. Það er líka mjög mikilvægt hvað stjórnarskrána varðar að hún fái síðan áfram umræðu hér. Álit frá Feneyjanefndinni kemur í dag og er það okkur öllum til góðs að vinna það mál áfram í þinginu, að ræða það en forðast málþóf.