141. löggjafarþing — 78. fundur,  11. feb. 2013.

stjórn fiskveiða.

570. mál
[18:03]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég las ekki stjórnarskrána bókstaflega. Ég las upp úr umsögn fjármálaráðuneytisins um frumvarpið, reyndar bókstaflega. Það er mat hennar að stjórnarskráin sé brotin að þessu leyti.

Nú langar mig til að spyrja um stöðu útgerðarinnar. Hún á að fara að borga heilmikið veiðileyfagjald o.s.frv., það er þekkt, en síðan á samkvæmt ákvæði til bráðabirgða VIII að auka ríkiskvótann, sem er 21 þús. tonn, upp í samtals 45 þús. tonn. Það er hvergi tekið nema af útgerðinni sem er að borga stigvaxandi veiðileyfagjald. Er það tekið með í afkomu fyrirtækjanna, sem var gagnrýnt mjög mikið? Hvernig sér hæstv. ráðherra það gerast að menn taki um 24 þús. tonn af útgerðinni, sem núna er að veiða og borgar sífellt hærra og hærra veiðileyfagjald? Af þessu er reyndar líka borgað veiðileyfagjald, en þetta er tekið af þeirri útgerð sem er starfandi núna.