141. löggjafarþing — 79. fundur,  12. feb. 2013.

stjórn fiskveiða.

570. mál
[15:09]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg) (andsvar):

Virðulegur forseti. Aðeins varðandi ýsuveiðarnar og þann vanda sem margar útgerðir eru í. Í morgun voru kynntar fyrir okkur í atvinnuveganefnd hugmyndir um að þeir sem hefðu ekki aflamark í ýsu eða væru búnir með það gætu farið á veiðar og komið með þann meðafla í land og fengið 10% til sín en 90% færu í VS-afla. Þetta yrði til þess að mæta þeim miklu erfiðleikum sem eru vissulega til staðar, kæmi í veg fyrir brottkast og aflinn kæmi á land. Fiskvinnslur mundu njóta góðs af að vinna þennan afla en líka þeir sem veiddu þótt þeir hefðu samt ekki það mikinn ávinning að þeir væru að sækja meira en þyrfti. Þeir gætu þó að minnsta kosti komið með ýsuna sem meðafla í land ef þeir hefðu ekki heimild fyrir henni.

Ég tel annars að við þurfum ekki að hræðast það að þessi leigupottur ríkisins standi ekki undir nafni. Hann er í byrjun 20 þús. tonn (Forseti hringir.) og á eftir að stækka mikið og leigunni úr þeim afla verður dreift yfir allt árið.