141. löggjafarþing — 79. fundur,  12. feb. 2013.

stjórn fiskveiða.

570. mál
[15:14]
Horfa

Unnur Brá Konráðsdóttir (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Hefur hv. þingmaður ekki skoðun á því til hvaða sveitarfélaga þetta tekur? Er það einfaldlega nefnda á vegum landshlutasamtaka að taka slíkar ákvarðanir?

Ég vek athygli á því að þeir sem sitja í slíkum landshlutasamtökum eru ekki með beint umboð til þess, þeir eru ekki kjörnir beint til þeirrar setu. Er það skoðun hv. þingmanns að þetta sé og eigi að vera svona, það sé einfaldlega þeirra sem þarna sitja að taka þessar ákvarðanir?

Síðan endurtek ég aðra spurningu úr fyrri fyrirspurn minni: Hvaða áhrif hefur þetta á þær byggðir í landinu þar sem er öflugur sjávarútvegur? Ég tek dæmi af Vestmannaeyjum og Grindavík.