141. löggjafarþing — 80. fundur,  13. feb. 2013.

lengd þingfundar.

[15:48]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég held að það sé engin tilviljun að hér eru menn mikið að minnast á Icesave. Þetta hefur öll einkenni Icesave-umræðunnar, við erum bara að endurlifa það mál. Hér koma mikilvægar upplýsingar sem alls ekki á að skoða, heldur á að keyra þetta hratt og vel í gegn. Það er líka áhugavert vegna þess að hér er búið að blekkja þjóðina mikið. Hún var blekkt, það komu fréttir um að það væri búið að kjósa nýjan formann í Samfylkingunni og hann var með yfirlýsingar um að þegar kæmu stórmál ættu menn að vinna saman og ná einhverri sátt. Þetta er fullkominn misskilningur. Það er enginn nýr formaður í Samfylkingunni, það er alveg útilokað. Ég held að við vitum öll að það er alveg ljóst hver ræður í Samfylkingunni. Hér verður engu breytt.

Þetta er svona (Forseti hringir.) „groundhog day“, fyrirgefið að ég sletti, ég kann ekki (Forseti hringir.) íslenska heitið fyrir það, og hér erum við aftur að horfa upp á Icesave-vinnubrögðin.