141. löggjafarþing — 80. fundur,  13. feb. 2013.

fundur í atvinnuveganefnd um stjórn fiskveiða.

[16:10]
Horfa

Eygló Harðardóttir (F):

Virðulegi forseti. Ég ætla aðeins að fá að gera athugasemd við það sem kom fram um að við þingmenn virtumst ekki vera vanir því að kona stjórnaði fundi. Ég veit ekki betur en að virðulegur forseti, Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, hafi stjórnað fundum hér í (Gripið fram í.) næstum fjögur ár og gert það almennt bara með eindæmum vel. Ég skil ekki alveg hvað þingmaðurinn var að fara hér varðandi það. (Gripið fram í.)

Hins vegar hefur verið talað um mikilvægi vinnubragða og þá hef ég svo sem ákveðna samúð gagnvart þeim ábendingum sem hafa komið um atvinnuveganefnd. Ef við ræðum aðeins áfram vinnubrögðin innan efnahags- og viðskiptanefndar er það þannig að við fundum iðulega um mál sem eru varla komin í umræðu í þinginu til að reyna að klára málin og tökum til afgreiðslu breytingartillögur sem ég held að kannski einn þingmaður viti hvað þýða. Ég tel það ekki endilega til sérstakrar fyrirmyndar þó að hv. þm. Guðlaugur Þór Þórðarson hafi talið það í lagi.