141. löggjafarþing — 80. fundur,  13. feb. 2013.

fundur í atvinnuveganefnd um stjórn fiskveiða.

[16:18]
Horfa

Illugi Gunnarsson (S):

Virðulegi forseti. Ég vil beina því til yðar að hugleiða hvort ekki þurfi að grípa til einhverra ráðstafana varðandi þessar umsagnir. Ég held að ekki nokkrum manni detti í hug að þetta mál verði klárað á þingi núna fyrir kosningar. Ég hef af því nokkrar áhyggjur að umsagnaraðilar horfi kannski til þessa og þá hvort þeir skili inn umsögnum og leggi jafnmikla vinnu í þær og nauðsynlegt er. Ég get tekið undir það, þó að ég hafi aðrar forsendur fyrir því en hv. þm. Þór Saari og sé honum ekki sammála í málinu, en þetta er gríðarlega mikilvægt mál.

Að þetta mál klárist og fari í gegn fyrir kosningar er algjörlega útilokað. Ég skil reyndar að stjórnarliðar hafi af því (Forseti hringir.) áhyggjur hvað kemur frá umsagnaraðilum því það segir náttúrlega sína sögu að síðast þegar svona frumvarp var lagt fram, og það er lítið breytt núna, þá fékk það fullkomna og algera falleinkunn hjá nánast öllum þeim (Forseti hringir.) sem um málið fjölluðu.