141. löggjafarþing — 80. fundur,  13. feb. 2013.

stjórnarskipunarlög.

415. mál
[18:14]
Horfa

Frsm. meiri hluta stjórnsk.- og eftirln. (Valgerður Bjarnadóttir) (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég skal gjarnan útvega þingmanninum útreikninga á þessu. Ég staðhæfi hins vegar að það er alls ekki rétt að lögð sé áhersla á eitt kjördæmi. Það segir: Heimilt er að skipta landinu upp í kjördæmi. Það þýðir að löggjafinn getur ákveðið það. En út af fyrir sig er það svo sem rétt að hægt er að hafa eitt kjördæmi líka, en það er heimilt að skipta því upp. Í mínum huga, sannast að segja, hef ég ekki gert ráð fyrir að 2/3 þingmanna mundu samþykkja að landið yrði eitt kjördæmi.

Hvað varðar hollenska kerfið get ég líka gjarnan útvegað þingmanninum upplýsingar um það en það er svona í grófum dráttum þannig að þar er í raun boðinn fram sami listinn í öllum kjördæmum. Það lítur þannig út að landið sé eitt kjördæmi en það er ekki. En ég get líka útvegað hv. þingmanni litteratúr þar um.