141. löggjafarþing — 80. fundur,  13. feb. 2013.

stjórnarskipunarlög.

415. mál
[18:18]
Horfa

Kristján Þór Júlíusson (S) (andsvar):

Forseti. Ég þakka þingmanninum andsvarið. Ég er alveg með á því að í tillögugreininni eins og hún hljóðar er opnað á allt. Í raun mætti segja að breytingartillaga meiri hluta stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þýddi það eitt að við ætlum að kjósa til Alþingis, svo setjum við nánari reglur um það í lög um kosningar til Alþingis, vegna þess að það er allt undir í þessu hérna. Við vitum ekki hvað kjördæmin eru mörg. Við vitum ekkert hvaða aðferð á að hafa til þess að kjósa þingmenn. Við vitum ekki hvernig á að breyta kosningalögunum því að ég hef ekki enn fengið svör við því. Er það ekki rétt hjá mér og réttur skilningur að einfaldur meiri hluti atkvæða dugi til að innleiða fyrstu lögin til breytinga á ákvæðum um kosningar til Alþingis?