141. löggjafarþing — 80. fundur,  13. feb. 2013.

stjórnarskipunarlög.

415. mál
[18:29]
Horfa

Logi Einarsson (Sf) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég er ósammála hv. þm. Kristjáni Þór Júlíussyni. Það væri auðvitað að æra óstöðugan ef við færum að telja upp alla þá hópa sem nauðsynlega þyrftu að eiga sæti hér á Alþingi. Við verðum að treysta því að flokkarnir, í sinni fiskimennsku, stilli taktískt upp. Það er nú þannig að í stjórnarskránni er í 6. gr. kveðið á um jafna búsetu allra landsmanna þannig að við ættum frekar að einhenda okkur í að tryggja með öðrum hætti lífskjör úti á landi og að þau gæði sem þar felast séu virt.